150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[10:58]
Horfa

Frsm. minni hluta velfn. (Helga Vala Helgadóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég hef nokkrar áhyggjur af afstöðu meiri hluta velferðarnefndar hvað þetta varðar vegna þess að það eru jú tvö frumvörp í meðferð Alþingis að þessu sinni er varða þessa uppskiptingu á Íbúðalánasjóði. Það er að mínu mati óábyrgt af meiri hluta velferðarnefndar að vísa í annað mál sem er til meðferðar hjá annarri nefnd í stað þess að bregðast við umsögn Seðlabanka Íslands, sem er auðvitað ekki hagsmunaaðili heldur fagaðili á þessu sviði. Það er óábyrgt að bregðast ekki við svona ábendingum frá Seðlabanka Íslands í þessu máli, ekki í hinu málinu. Ég var að spyrja hv. þingmann út í umsögn Seðlabanka Íslands í þessu tiltekna máli. Seðlabankinn segir að þetta orðalag greinarinnar, að það eigi að vera óháð efnahag hvort fólk geti fjárfest í íbúð, sé of vítt, (Forseti hringir.) að það geti valdið tjóni.