150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[11:01]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Mig langar til að spyrja hv. þingmann, framsögumann, um þróun hugbúnaðar við byggingagáttina, hvort meiri hlutinn hafi rætt mikilvægi þess að hugbúnaðurinn sé í eigu ríkisins. Ég spyr út frá þeirri umræðu sem hefur átt sér stað í þingsal, t.d. í óundirbúinni fyrirspurn til hæstv. fjármálaráðherra þar sem það var rætt í samhengi við Orra og þann gríðarlega kostnað sem hefur verið fyrir skattgreiðendur og fyrir ríkið þegar kemur að því að ríkið greiði fyrir að búinn sé til eða þróaður hugbúnaður sem sé svo í eigu fyrirtækisins sem þróar hugbúnaðinn í staðinn fyrir að vera í eigu ríkisins. Mig langar til að spyrja hv. þingmann hvort þetta hafi verið rætt og hvers vegna þetta er ekki tryggt í ljósi þess að hæstv. fjármálaráðherra tók undir þessar áhyggjur og sagði að það væri mikilvægt að skoða þennan vinkil upp á framtíðina að gera.