150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[11:05]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum að ræða Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og ég vil spyrja hv. þingmann út í það hvort hún hafi ekki ákveðnar áhyggjur af því að þetta mál sé unnið allt of hratt. Þarna eru að mínu mati inni stórir póstar, t.d. í sambandi við brunavarnarmálin, eins og Brunamálaskólinn sem virðist, eftir því sem maður hefur heyrt frá þeim sem til þekkja, vanfjármagnaður og ekki í eins góðu ástandi og hann ætti að vera. En hitt sem ég hef meiri áhyggjur af er að það eru ekki að skila sér inn öryggisgjöld og önnur gjöld sem ættu að skila sér til þessara stofnana. Ég hef líka áhyggjur af því að félags- og barnamálaráðuneyti sé ekki rétti staðurinn fyrir t.d. brunavarnir. Ég spyr hvort hv. þingmaður sé ekki sammála mér um að þarna sé eitthvað að.