150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[11:35]
Horfa

Frsm. minni hluta velfn. (Helga Vala Helgadóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvar. Ég er því alveg sammála að þetta má ekki vera bastarður en þetta er því miður að birtast okkur sem ákveðinn bastarður. Af því að við erum núna að fjalla um mál sem eru í hv. velferðarnefnd þá erum við auðvitað í vanda þar. Þetta er ekki eina málið sem kom allt of seint frá ráðherra heldur eru þar þrjú mál sem krafist var að yrðu afgreidd fyrir áramót og jafnvel fjórða málið sem barst til nefndarinnar, sem er dagsetningarmál, en öllum var ljóst að yrði ekki afgreitt fyrir áramót. Þau fengu mismikla umfjöllun í samráðsgátt. Sum fengu að hanga þar inni í eina viku en eru samt einhvern veginn enn að taka breytingum núna eftir 2. umr. og sú sem hér stendur veit ekki hvað verður um það mál. Þetta eru vinnubrögðin sem ríkisstjórnin er að bjóða okkur upp á og það er auðvitað mjög miður því að bæði Alþingi og hagaðilar verða að vita hvað er í gangi hverju sinni. (Forseti hringir.) Þetta er löggjafinn og við verðum að vanda okkur.