150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[11:42]
Horfa

Frsm. minni hluta velfn. (Helga Vala Helgadóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir seinna andsvar. Ég tek undir þær vonir og ég vona að þetta gangi vel og óska þess að þetta fari allt á besta veg. En mér þætti betri bragur á því ef Alþingi Íslendinga og stjórnvöld, þegar þau koma inn með frumvörp, væru ekki að taka svona áhættu með mikilvægar stofnanir, að skilja það eftir í okkar höndum að vona að hlutirnir fari einhvern veginn, vona að þeir fari ágætlega og að það verði ekki tjón. Mér þætti betri bragur á því að við byggjum þannig um hnútana að við gætum verið nokkuð örugg um það að hlutirnir færu ekki á verri veg.