150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

393. mál
[19:29]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég tek undir það sem aðrir hafa sagt, þetta er mjög furðulegt mál en ég styð það algjörlega, maður getur ekki annað, og ég ætla bara að vona að þeirri endurskoðun sem á að gera á fæðingarorlofinu verði flýtt og að jafnframt verði séð til þess að grípa alla. Þarna eru ákveðnir hópar ekki með og þeir hafa kvartað undan því að fá ekki fæðingarorlof eins og þeim ber. Þetta er eiginlega stórfurðulegt mál að því leyti til en maður verður að samþykkja það af því að það skiptir máli en sérstaklega þarf að flýta endurskoðun á lögunum þannig að hægt sé að grípa alla.