150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

300 þús. kr. lágmarksframfærsla almannatrygginga.

17. mál
[20:53]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þegar þetta mál kom fyrst fram, í mars 2018 og endurflutt í september sama ár, var það vandað að allri gerð og vel undirbúið af hálfu 1. flutningsmanns á þeim tíma, hv. þm. Ólafs Ísleifssonar. Greinargerð í málinu eins og það liggur fyrir núna er ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem var áður þar sem það var ítarlega rökstutt. Málið verður að skoða heildstætt, einnig með tilliti til mismunandi stöðu ólíkra hópa og breyttra aðstæðna.

Þrátt fyrir ófullnægjandi málatilbúnað að þessu sinni leggst Miðflokkurinn ekki gegn málinu en mun ekki greiða því atkvæði.