150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

300 þús. kr. lágmarksframfærsla almannatrygginga.

17. mál
[20:57]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við í Pírötum styðjum auðvitað þetta góða mál. Ég finn mig hins vegar knúna til að koma upp og gagnrýna þá ómerkilegu málsvörn sem meiri hlutinn á þessu þingi kýs að beita fyrir sig til að afsaka það að fella þessa góðu tillögu. Að halda því fram að tillagan brjóti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar er ekki einungis kolvitlaus lögfræði heldur ótrúlega ómerkileg árás á tillögu sem er auðvitað til þess gerð að rétta hlut þessara hópa í samfélaginu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Það er ótrúlegt að svart sé hvítt hérna og að jafn ómerkileg árás og þessi sé notuð til að afsaka það að ekki eigi að veita þessum hópi viðeigandi lágmarksframfærslu og lágmarkskjör.