150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

129. mál
[21:10]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um þá tillögu að vísa frumvarpinu til ríkisstjórnarinnar. Hér er á ferðinni mál sem er í grunninn mjög gott og það er ástæða til að þakka flutningsmanni fyrir flutning þess. Við umræður í nefndinni komu hins vegar fram vangaveltur um hvort hér væri nægilega langt gengið og hvort ekki væri ástæða til að taka málið jafnvel enn þá lengra. Því kemur vísunin til ríkisstjórnar, en með býsna skýrum áskilnaði um að ráðuneytið flytji á næsta ári frumvarp um þetta mál.