150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

129. mál
[21:12]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég held að það sé mikilvægt að gefa þeim sem bæði geta og vilja möguleika á því að starfa fram yfir 70 ára aldurinn enda aldurstakmörkun ekkert endilega besti mælikvarðinn á það hvenær rétt sé að hætta að vinna, þ.e. fara á eftirlaun. Ég vil halda því til haga að þær hugmyndir um annaðhvort hækkun aldurstakmörkunar starfsmanna ríkisins eða jafnvel afnám aldurstakmörkunar sem mín þingsályktunartillaga og átta annarra þingmanna gengur út á verði ekki til þess að ganga á réttindi þeirra starfsmanna sem vilja eða þurfa jafnvel að fara fyrr á eftirlaun. Mér finnst lykilatriði að svona tillögur verði unnar í samráði við opinbera starfsmenn og út á það tel ég að verkið fram undan verði að ganga.