150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

393. mál
[11:55]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka ráðherranum andsvarið og miðað við orð hans reikna ég með stuðningi við breytingartillögu mína vegna þess að hún snýst einmitt um það að bíða þessarar heildarendurskoðunar, að bíða frumvarps ráðherra næsta haust sem hann lofar að hann komi með, en vera ekki að festa einhvern óljósan vilja þings í lagatexta í bráðabirgðaákvæði á þessum tímapunkti. Mér þykir það fullkomlega ótækt og ég heyri að ráðherrann er mér sammála.