150. löggjafarþing — 48. fundur,  17. des. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

393. mál
[17:55]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er ekkert vandræðalegt. Klárum bara þetta mál. Við erum sammála um að það sé frábært. Við erum að lengja fæðingarorlofið. Börn sem fæðast hérna á næsta ári fá tíu mánuði með foreldrum sínum. Það er frábært. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Börn sem fæðast eftir 1. janúar 2021 fá 12 mánuði með foreldrum sínum. (Gripið fram í.) Það er frábært. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Upp á það hvernig það skiptist nákvæmlega skulum við bara gefa okkur tíma til að finna út úr því og förum yfir það hver sé besta lausnin í þeim efnum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)