150. löggjafarþing — 51. fundur,  22. jan. 2020.

dómstólar o.fl.

470. mál
[16:40]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. allsherjar- og menntamálanefnd getur tekið þetta og fjölmargar aðrar spurningar til meðferðar þegar málið fer þangað inn í aðra umferð. Málið er mikil réttarbót, þarna er verið að efla þrígreiningu ríkisvaldsins, skýra mikið þau tækifæri sem hægt er að fara með vegna endurupptöku mála. Um þá gjafsókn sem hv. þingmaður nefnir sérstaklega er það að segja að þegar um er að ræða sakamál er verjandi skipaður af ríkinu og kostnaður fellur á það. Hv. þingmaður er væntanlega að vísa í einkamálin sem slík og það er alveg rétt að skoða það en þá þarf líka að hugsa hversu oft eigi að vera hægt að sækja gjafsókn í sama máli. Það var ákveðið að fara þessa leið núna en ég býst við að hv. allsherjar- og menntamálanefnd ræði þetta eins og önnur mál sem koma á hennar borð. Ég vona að málið fari þangað og ég þakka fyrir umræðuna.