150. löggjafarþing — 68. fundur,  3. mars 2020.

þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

317. mál
[15:27]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla rétt að koma inn í þetta varðandi þær tekjur sem af þessu hljótast eða hafa hlotist. Eins og hv. þm. Birgir Ármannsson nefndi breyttist það með tilkomu laga um opinber fjármál þannig að bætt er við lögin þess efnis að tekjum sem til sveitarfélaga falla vegna nýtingar lands og landsréttinda skuli auk annarra verkefna sem þegar eru talin upp í lögunum verja til uppbyggingar innviða og skipulagsáætlunargerðar. Ég tel að það sé mjög brýnt í ljósi fjölgunar ferðamanna sem heimsækja þjóðlendurnar og þess álags sem því fylgir og við þekkjum. Svo er skipulagsáætlunargerð grundvöllur þess að góð stefnumótun eigi sér stað um uppbyggingu innviða innan þjóðlendna.

Ég ætlaði bara rétt að drepa á þetta án þess að gera kröfu um að við því verði brugðist.