150. löggjafarþing — 69. fundur,  4. mars 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd.

330. mál
[17:23]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við munum greiða atkvæði um hina ýmsu b-liði sem eru átta talsins ef ég man rétt — en engar áhyggjur, við greiðum bara atkvæði um þá einu sinni. Það er hægt, það kemur í ljós. Við greiðum atkvæði gegn þeim b-lið sem birtist víða í frumvarpinu vegna þess að hann felur í sér lögbannsheimildir ýmissa stofnana á milliliði á netinu. Við erum í grundvallaratriðum á móti því, eins og kemur fram í fínni ræðu sem ég hélt nýlega um þetta mál, en greiðum ekki atkvæði um efni frumvarpsins að öðru leyti að svo stöddu.