150. löggjafarþing — 70. fundur,  5. mars 2020.

höfundalög.

456. mál
[17:57]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég hef engu frekar við þetta að bæta nema bara að þakka hv. þingmanni aftur fyrir að leggja málið fram aftur. Ég skil mætavel að hann hafi lagt það fram eins og það er. Ég segi til kynningar að þrjú mál eru í gangi frá okkur Pírötum sem við lögðum fram núna sem þingflokkur en kannski spyrjum við alla næst, á haustþingi eða eitthvað. Það er á engan hátt gagnrýni að hv. þingmaður hafi ekki beðið aðra um að vera með. Það er sjálfsagður réttur hans og ekkert við það að athuga.

Það gleður mig að tala við fleiri á þingi sem dirfast að efast um höfundarétt. Það hefur þótt ákveðið tabú, þótt svolítið róttækt, svolítið anarkískt sem það er auðvitað alls ekki. Það eru alveg til verri móðgunarorð yfir þingmenn og stefnumál.

Ég þakka bara fyrir málið og sný mér nú að forsetastól.