150. löggjafarþing — 81. fundur,  23. mars 2020.

samningar við hjúkrunarfræðinga.

[11:15]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Enn þakka ég hv. þingmanni fyrirspurnina. Eins og við vitum bæði verða ekki samningar leystir hér í ræðustóli Alþingis en það er gríðarlega mikilvægt að taka þessi mál upp eins og hv. þingmaður gerir hér. Ég vil lýsa sérstakri ánægju með þann mikilsverða áfanga sem hefur tekist að því er varðar vinnutímabreytingu vaktavinnufólks og hefur þegar komið sjúkraliðum til góða og mun líka koma hjúkrunarfræðingum til góða af því að þarna er um að ræða þessar stóru kvennastéttir í heilbrigðisþjónustunni sem hafa verið að ganga vaktir um árabil og áratuga skeið án þess að það hafi verið metið með fullnægjandi hætti. Nú er verið að gera það með þessari breytingu. Þar hafa hjúkrunarfræðingar sjálfir og forysta þeirra lagt alveg gríðarlega mikla vinnu á sig til að byggja upp (Forseti hringir.) traust milli aðila og leggja þann grunn sem liggur núna fyrir, að því er varðar þennan stóra hluta, og er að mínu mati stærsta skrefið í áttina (Forseti hringir.) að því að útrýma kynbundnum launamun á Íslandi. En þá er launaliðurinn eftir og við verðum að klára hann.