150. löggjafarþing — 83. fundur,  26. mars 2020.

sérstakt tímabundið fjárfestingarátak.

699. mál
[13:55]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við slaufum þessu einmitt þegar það er neyðarástand, þá skiptir kynjuð fjárlagagerð ekki máli. En að öðru. Í lögum um opinber fjármál er gert ráð fyrir kostnaðar- og ábatagreiningu ásamt forgangsröðun verkefna. Ef við værum að vinna betur samkvæmt lögunum væri þá ekki auðveldara að finna arðbær og hnitmiðuð verkefnin til að bregðast við slaka á réttum stöðum? Eins og er er slíkt í rauninni bara að finna í samgönguáætlunum okkar þar sem verkefni liggja mun betur fyrir en á öðrum vettvangi. Þess vegna er þetta fjárfestingarátak kannski svona miðað að byggingar- og vegaframkvæmdum, af því að það er staðurinn þar sem er að finna framkvæmd samkvæmt lögum um opinber fjármál. Ef við værum með það í öllum þeim geirum sem fjárlögin koma að væri þetta fjárfestingarátak mögulega fjölbreyttara og t.d. kynjaðra.