150. löggjafarþing — 84. fundur,  30. mars 2020.

aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

683. mál
[11:17]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir svarið. Ég hef orðið vör við það að sveitarfélög eru að velta fyrir sér 5. gr. frumvarpsins og hvernig hún víkur að sveitarfélögunum varðandi endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda og viðhalds í sveitarfélögum. Ég spyr hv. þingmann hvernig þetta víki að sveitarfélögunum og bið um leið um rökin fyrir því að greinin er eins og hún er gagnvart sveitarfélögunum.