150. löggjafarþing — 84. fundur,  30. mars 2020.

fjáraukalög 2020.

695. mál
[19:32]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Hér er næsta tillaga í breytingartillögupakka minni hlutans og hún fjallar um framkvæmdir í samgöngukerfinu, framkvæmdir við Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg, skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu, göngu- og hjólastíga og þess háttar. Þetta eru verkefni sem er auðvelt að fara í á næstunni, a.m.k. að byrja, og eru ekki hluti af því vandamáli sem fjárfestingarátakið býr við, að öll verkefni verða að vera búin 1. apríl 2021. Hérna eru verkefni sem þyrfti að byrja strax á þó að þau standi lengur.

Ég segi tvímælalaust já við þessari tillögu.