150. löggjafarþing — 92. fundur,  22. apr. 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[11:44]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Um 540 milljónir fara til geðræktar með fjölgun lækna, starfsfólks o.s.frv. Það er ekki ódýrt að leita sér hjálpar hjá geðlækni og stór hópur hefur ekki efni á því, hefur ekki efni á mat, hefur ekki efni á lyfjum, hefur ekki efni á að fara til læknis, hvað þá geðlæknis. Stendur til á sama tíma að t.d. allir þeir sem eru undir 400.000 kr. fái ókeypis læknisþjónustu, bæði venjulega læknisþjónustu og sérstaklega geðþjónustu? Það segir sig sjálft að það getur orðið rándýrt bæði fyrir þjóðfélagið og heilsuna að geta ekki leitað sér geðrænnar hjálpar.