150. löggjafarþing — 92. fundur,  22. apr. 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[16:25]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Hv. þingmaður er glöggur, ég hygg að það hafi gleymst að fara fram á þessa fjárheimild í fjáraukalagafrumvarpinu. Ef ég les texta á bls. 7 er þar talað um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem lúta að sérstökum rekstrarstuðningi til einkarekinna fjölmiðla, þannig að gert er ráð fyrir því en síðan er ekki fjárheimildarbeiðni. Það er nefndarinnar og þingsins að takast á við. Það er rétt sem hv. þingmaður segir, það eru 400 millj. kr. í gildandi fjárlögum sem eru tengdar því frumvarpi sem er í allsherjar- og menntamálanefnd. Það er bara í höndum okkar í þinginu núna hvernig við mætum þeim vanda sem fjölmiðlar eru í. Það er svolítið sérstök staða í fjölmiðlunum því að þar er meiri vinna, hlutastarfaleiðin gengur ekki upp að því leytinu til.