150. löggjafarþing — 92. fundur,  22. apr. 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[16:36]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka góðar spurningar. Við eigum auðvitað að finna út úr því hvað þarf að gera og við eigum að gera það sem gera þarf og við erum ekki hætt. Varðandi það að fella allar tillögur, ég þakka bara kærlega fyrir þá spurningu, þá var það nú einu sinni þannig að nefndirnar unnu þetta saman og hv. fjárlaganefnd vann þetta alla leið í sameiningu. Það varð hér fjórðungsaukning í krónum talið í málinu vegna þess að það var góð samvinna í nefndinni og góðar tillögur frá stjórnarandstöðunni um skynsamlegar aðgerðir. Það er ekki hægt að koma síðan og segja: Svo komið þið inn í þingsal og fellið allar tillögur stjórnarandstöðunnar og við samþykkjum allt ykkar. Nei, við samþykktum allt okkar. Þannig var það. En það er alveg rétt að við felldum allar tillögur sem stóðu fyrir utan sameiginlegar tillögur.