150. löggjafarþing — 92. fundur,  22. apr. 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[16:44]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður er mjög nákvæmur varðandi lög um opinber fjármál og við séum að gera hlutina rétt, skulum við segja, og byggjum sem mest á raungögnum og við séum að setja hluti í farvegi sem tryggi jafnræði og tryggi það að þessi mynd, að við séum öll ríkissjóður, gangi upp. Það er alveg rétt sem hv. þingmaður segir fyrir utan að stóra giskið, það að dæla bara út fjárheimildum, er í engum takti við þá mynd. Ég tel að hér vanti að útvíkka til að mynda það sem fjármálaráð hefur fyrir stefnu og áætlun. Ég hef fylgst vel með því hvað danska efnahagsráðið gerir í Danmörku. Það er ráðgefandi, þeir teikna upp sviðsmyndinar sem stjórnvöld hafa, sem teikna svo upp frumvörp eins og í okkar tilviki. (Forseti hringir.) Við þurfum svolítið meira á því að halda. Að því leytinu til (Forseti hringir.) er þetta frábær spurning og ég held að við eigum að skoða til framtíðar (Forseti hringir.) eitthvert svoleiðis apparat.