150. löggjafarþing — 96. fundur,  4. maí 2020.

hollustuhættir og mengunarvarnir.

720. mál
[18:09]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég verð bara að fagna því að þarna sé komið verkefni sem þetta og heildarkostnaður, deilt á þrjú ár, sé áætlaður ekki nema 6–7 milljónir, það eru rúmar 2 milljónir á hvert ár sem samsvarar kostnaði við rétt rúman mannmánuð í störfum. Ég vil fagna því að það virðist stefna í að vel takist til við að halda kostnaði við eftirlitið niðri og vona að það verklag verði innleitt sem víðast að menn treysti sér til að innleiða íþyngjandi reglur sem þessar með eftirlit upp á rúman mannmánuð í þrjú ár og síðan ekkert eftir það. Þetta er ekki beint spurning heldur vil ég bara hrósa ráðherra fyrir þessa útfærslu eftirlitsins.