150. löggjafarþing — 96. fundur,  4. maí 2020.

hollustuhættir og mengunarvarnir.

720. mál
[19:05]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og mun því ekki ýta meira á eftir því að fá að vita magnið, en segja má að það hefði vitanlega verið gott, áður en farið var af stað með svona þingmál, að gera sér grein fyrir því hversu mikið magn er um að ræða í raun og veru og eins líka að vita hvort einhver framleiðsla sé hér á landi sem þetta kæmi hugsanlega við með einhverjum hætti. Ég veit að hér er verið að framleiða einhvers konar umbúðir úr plasti. Margt af því er endurnýtanlegt, væntanlega ekki allt reyndar. En síðan er það hitt að við viljum öll, kannski ekki öll, vernda umhverfið okkar en þá er spurning hvort við erum að gera það á réttum stöðum eða ekki.

Herra forseti. Ég man ekkert hvað ég ætlaði að spyrja ráðherra út í annað en það verður bara að hafa það.