150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[20:27]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ein einföld spurning um e-lið 3. gr., þar sem stendur, með leyfi forseta:

„Að innheimta flýti- og umferðargjöld á höfuðborgarsvæðinu, verði ákveðið með lögum að leggja slík gjöld á, …“

Ég staldra aðeins við einmitt þessa skilyrðingu, „verði ákveðið með lögum“. Er þá ætlunin að leggja fram annað frumvarp á þessu kjörtímabili eða af því að heimildin er einfaldlega ekki gefin í þessum lögum, er þá verið að sleppa því?