150. löggjafarþing — 99. fundur,  6. maí 2020.

útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga.

717. mál
[23:23]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir góða ræðu. Hann vísaði í fjarstæðukenndar lýsingar á umsögn Rauða krossins. Ég rak einmitt augun í þetta líka, að það sem Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við er í þessari greinargerð gert nánast að engu. Mér fannst svolítið merkilegt hversu lítið er hægt að gera úr mjög alvarlegum athugasemdum Rauða krossins við ýmis ákvæði frumvarpsins með því orðalagi sem finna má í greinargerðinni. Þar er t.d. talað um, með leyfi forseta:

„Einnig voru gerðar athugasemdir við að mælt væri fyrir um að um tilteknar ákvarðanir gildi ekki ákvæði 18., 24. og 29. gr. stjórnsýslulaga og að það brjóti gegn jafnræðisreglunni …“ Og að þetta brjóti gegn þeim tilgangi stjórnsýslulaga að vera grundvallarreglur, lágmarksreglur, og að það sé ekki við hæfi að minnka þá vernd sem þau veita. En hér er í þremur tilfellum (Forseti hringir.) verið að veikja stjórnsýsluréttinn (Forseti hringir.) og veikja rétt flóttamanna til að njóta þeirra réttinda sem þar eru og ég vil athuga hvað hv. þingmanni finnst um það.