150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[22:24]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um annan fjáraukann sem hefur komið til í tengslum við aðgerðir vegna faraldursins og þegar liggur fyrir að sá þriðji mun koma. Fjáraukinn nú er upp á 13–14 milljarða.

Á fordæmalausum tímum gerist margt fordæmalaust. Stjórnarandstaðan gerir hér breytingartillögur upp á yfir 60 milljarða, þar af Samfylkingin 37 og Píratar 25. Í fjáraukanum eru, eins og áður sagði, 13–14 milljarðar. Þetta eru sannarlega fordæmalaus yfirboð.

Ég segi nei.