150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

um fundarstjórn.

[14:20]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Það er með ólíkindum að hlusta á meiri hlutann ræða þetta mál. Menn höfðu hlaupið í fjölmiðla og á samfélagsmiðla til þess að lýsa (Gripið fram í.) hneykslan sinni (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) á því að fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina sem væru vel stöndug og hefðu ekki átt að gera það. Þegar formaður hv. velferðarnefndar og minni hlutinn ber það upp að nefndin sjálf komi í veg fyrir að fleiri stöndug fyrirtæki nýti sér þennan ríkisstyrk þá leggst meiri hlutinn gegn því. Fulltrúi í hv. velferðarnefnd kemur hér upp, forseti, og lýsir því yfir að það sé ráðherra í ríkisstjórninni sem fari með forystu í þingnefnd. Það er ráðherrann, það er framkvæmdarvaldið sem fer með forystu í þingnefnd að áliti meiri hlutans. Þetta er hneyksli.