150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

dómstólar o.fl.

470. mál
[18:07]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ef hv. þm. Andrés Ingi Jónsson hefði heyrt orðaskipti okkar hv. þm. Sigríðar Á. Andersen þá hefði hann áreiðanlega getað greint það að sjónarmið okkar fara ekki saman um öll atriði hvað þetta varðar og spurningar hv. þingmanns í minn garð voru afar gagnrýnar. Hins vegar væri þægilegra fyrir okkur að vera í sömu sporum og hv. þm. Andrés Ingi Jónsson sem aldrei lendir í þeirri stöðu að vera að spyrja eða spurður af samflokksmanni. En ég er ekki viss um að störf þingsins myndu endilega ganga betur þó að þannig fyrirkomulag væri á.