150. löggjafarþing — 104. fundur,  18. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[19:15]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan er erfitt að vinna nákvæma greiningu á því hvernig hlutum er háttað vegna þess að þú veist ekki hvernig fyrirtækin bregðast við. Við sjáum núna fyrstu vikurnar í maí, fyrstu tvær vikurnar, að fólk er að byrja að koma aftur inn á vinnumarkað af hlutabótaleiðinni. Við munum sjá það gerast áfram. Við sjáum að í dag var verið að opna sundlaugar og líkamsræktarstöðvar fara væntanlega að opna. Margt af þessu fólki er á hlutabótaleiðinni. Við höfum hins vegar ekki nákvæmt yfirlit yfir hversu margir munu færa sig af hlutabótaleiðinni í uppsögn eða af hlutabótaleið í fullt starf aftur, eða nýta sér þetta. Það sem við erum hins vegar að gera er að skapa þarna valmöguleika og valkost. Ég held hins vegar að fyrirtæki sem ekki þurfa lengri tíma en til 1. september, að þá sé skynsamlegra að til verði uppsögn. (Forseti hringir.) „Permitteringin“ eins og hún er framkvæmd í Skandinavíu (Forseti hringir.) er t.d. aldrei látin gilda lengur en í sex mánuði. (Forseti hringir.) Þá ertu bara atvinnulaus. Það er hinn blákaldi raunveruleiki, því miður.

(Forseti (ÞorS): Forseti vill minna á að ein mínúta er 60 sekúndur.)