150. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2020.

grásleppuveiði og strandveiðar.

[15:36]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Það sem hægt er að gera var gert í fyrra. Ég vil undirstrika að það er engin efnisbreyting á úthlutun veiðiheimilda til strandveiða á milli fiskveiðiársins núna og í fyrra, engin. Það eru nákvæmlega sömu heimildir í reglugerðinni í ár og var í fyrra (Gripið fram í.) — nei, nei, það er bara nákvæmlega það sama, 11.100 tonn, það er bara þannig. Heimild ráðherra til að bæta í þetta er engin. Ráðuneytið hefur fundað tvisvar með forsvarsmönnum Landssambands smábátaeigenda og kallað eftir hugmyndum þeirra um breytingar á því hvernig við getum skipulagt veiðarnar. (Gripið fram í.) Lagaheimild til að gera hvað, taka afla sem ekki er til ráðstöfunar? (Forseti hringir.) Ég bendi hv. þingmanni á það, virðulegur forseti, að lögin eru búin að úthluta öllum veiðiheimildum, samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, fyrir þetta ár þannig að það er ekki af neinu að taka nema einhverjum væntum aflaheimildum í framtíðinni. Ég er ekki þannig vaxinn að ég sé spámaður í þeim efnum. Það er Hafrannsóknastofnun sem við styðjumst við í því.