150. löggjafarþing — 109. fundur,  28. maí 2020.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.

843. mál
[14:29]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Þetta hljómar mjög vel og kannski er spurning hvort hæstv. ráðherra er ekki bara mjög opinn fyrir því að þegar efnahags- og viðskiptanefnd — ég hélt að þetta kæmi fyrir nefndina sem ég á sæti í og þess vegna kom ég hér upp — er að vinna málið gæti nefndin unnið svolítið með þessi skilyrði sem verða á endanum sett inn í samning á milli ráðherra og NSA, og kannski í samstarfi við ráðherra, að því að festa betur inn og ramma betur inn hvernig þau myndu líta út, bara upp á það að freistnivandi sé ekki til staðar og almennt traust ríki hvað það varðar að peningunum sé almennt vel varið. Annars þakka ég ráðherra fyrir svörin.