150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

811. mál
[11:40]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þingflokkur Pírata styður ekki þessa aðferð til að bregðast við vanda sem vissulega er til staðar. Við höfum í nefndaráliti 2. minni hluta við þetta mál gert grein fyrir öðrum lausnum sem við töldum að hefðu verið ákjósanlegri til að bregðast við þeim vanda sem nú stendur fyrir dyrum. Ég vísa einfaldlega í nefndarálitið hvað það varðar. Við teljum að það að gefa það út að ríkið muni styrkja uppsagnarfresti fyrirtækja hafi verið mistök, að það hvetji til uppsagna frekar en að halda ráðningarsambandi á milli vinnuveitenda og launþega, og að betri leiðir hefði mátt finna til þess að valdefla launþega umfram fyrirtækin. Við munum því ekki greiða atkvæði með þessu frumvarpi heldur gegn því. En við munum styðja ýmsar breytingartillögur sem eru til bóta.