150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

811. mál
[11:43]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. 75% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar er fyrir atvinnuleysisbætur og í að niðurgreiða uppsagnir fólks, einungis 5% af öllum aðgerðunum er fyrir nýsköpun. Það hlýtur að vera nöturlegt að vera ráðherra nýsköpunar í þessari ríkisstjórn. Hér er fullkominn skortur á framtíðarsýn, hér er ekki verið að búa til ný störf og hér er ekki verið að verja störf.

Herra forseti. Svo virðist vera að það séu ekki bara fyrirtæki í landinu sem eru að verða gjaldþrota heldur er ríkisstjórnin gjaldþrota í öllum sínum hugmyndum.

Herra forseti. Þetta er ríkisstjórn uppsagna og uppgjafar.