150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[22:09]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hlutabótaleiðin hefur til þessa reynst vel til aðstoða fyrirtæki við að halda ráðningarsambandi við starfsfólk og þar með gegnt hagsmunum launþega. Það er mat okkar í Viðreisn að þau skilyrði sem sett eru í þessari framlengingu sem viðbragð við þeim örfáu tilfellum þar sem fyrirtæki hafa farið fram úr sér við að nýta það svigrúm sem sett var með fyrri lagasetningu, gangi of langt og gangi gegn hagsmunum þorra fyrirtækja sem nýtt hafa sér leiðina og eru líkleg til að vilja að óbreyttu nýta sér hana áfram. Ég bendi á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að 6.432 fyrirtæki hafi nýtt sér úrræðið til þessa, 85% þeirra með sex starfsmenn eða færri. Þar kemur jafnframt fram að fjöldi fyrirtækja sem þegið hafa styrk yfir 30 milljónum er 27. Verið er að skjóta úr ansi kröftugri byssu til að veiða maurinn. (Forseti hringir.) Við sitjum hjá að þessu sinni.