150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[22:18]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Í nákvæmlega þessu liggur vandinn. Við viljum setja skilyrði. Við viljum reyna að tryggja það að fyrirtæki sem hafa ekki þörf á því að leita úrræðis leiti ekki úrræðis en við viljum ekki gera skilyrðin þannig að þau beinlínis hvetji fyrirtæki til að segja frekar upp starfsfólki sínu. Þess sjást merki í dag og í gær og við munum fá fréttir af því alla helgina og væntanlega eftir helgi að fyrirtæki hafi tekið starfsfólk sitt af hlutabótaleið og sagt því upp. Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því. Skilyrðin eru eins fyrir öll fyrirtæki.

Við sitjum hjá.