150. löggjafarþing — 112. fundur,  2. júní 2020.

forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025.

643. mál
[16:34]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hygg að það sé alveg mögulegt að svo geti verið, að slíkt geri hlut fatlaðra kvenna verri. En ég vil líka vekja athygli á því að við þurfum að gæta okkar í umræðum, hvernig sem á stendur og hvar sem við erum stödd. Ég held að við þurfum að vanda okkur. En ég er alveg sannfærður um að það kunni vel að vera að það hafi áhrif. Ég held líka að það sé varnarleysið sem við sköpum þessum hópi. Ég vek athygli á því að það virðist hafa verið brotið gegn þessum konum, sérstaklega t.d. í ferðaþjónustu og annarri opinberri þjónustu þar sem návígi er milli þess sem veitir þjónustuna og þessara kvenna. Þar hljótum við að þurfa að taka verulega til hendinni til að ná árangri.