150. löggjafarþing — 112. fundur,  2. júní 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[19:01]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vona nú að það séu ekki mjög margir sem deila þeirri hugmynd og þeirri skoðun hv. þingmanns að það sé matsatriði ökumanns hverju sinni hvort hann virðir reglur um hámarkshraða í umferðargötum í hverfum þar sem börn eru að leik, svo að dæmi sé tekið.

Að öðru: Mér virtist á ræðu hv. þingmanns að hún væri kannski ekki ýkja hrifin af frumvarpinu í þeim búningi sem það er. Því langar mig til að spyrja hv. þingmann hreint út: Styður hún þetta frumvarp?