150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

þingsköp Alþingis.

840. mál
[16:45]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skoðaði álit fjármálaráðs og er sammála nokkurn veginn öllu þar nema þessari einu setningu um að það séu málefnalegar ástæður fyrir því að seinka framlagningu fjármálastefnu, því að nokkurn veginn allt annað í því áliti fjallar um það hversu mikilvægt það er að leggja strax fram fjármálastefnu. Enda er óvissa ekki rök fyrir því að gera ekki neitt. Óvissuástand eru rök fyrir því að það eigi að gera eitthvað, ekki sleppa því að leggja fram fjármálastefnu heldur að leggja hana fram til að eyða óvissu.