150. löggjafarþing — 114. fundur,  8. júní 2020.

um fundarstjórn.

[15:08]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti bregst ekki við því á nokkurn hátt. Valdið liggur hjá salnum enda getur hver og einn gert athugasemd eða óskað eftir atkvæðagreiðslu og þá er ætíð orðið við því, þannig að það er einhver misskilningur á ferðinni varðandi það hvar valdið liggur til að veita afbrigði frá þingsköpum. Það liggur hjá Alþingi. Það liggur hjá þingsalnum. Hver og einn hefur möguleika til að kalla fram slíka atkvæðagreiðslu eins og hér hefur verið gert og skýrir það málið, held ég, fullkomlega.