150. löggjafarþing — 114. fundur,  8. júní 2020.

atkvæðagreiðsla með yfirlýsingu, svör við fyrirspurnum.

[15:19]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Mér fannst bara rétt að það kæmi fram að það er vissulega rétt að á fundi þingflokksformanna í morgun var samkomulag um að 11. mál kæmi á dagskrá án þess að greidd yrðu atkvæði um það sérstaklega. En ég tel mig vita að kollegi minn, hv. þm. Jón Þór Ólafsson, hafi verið að bregðast við því að þarna var einnig verið að bera fram afbrigði um breytingartillögur sem komu seint fram sem var ekki rætt um á fundi þingflokksformanna í morgun og var ekki samkomulag um en voru samt sem áður bornar fram á þennan hátt. Bara svo það sé skýrt hvað við erum að tala um.