150. löggjafarþing — 114. fundur,  8. júní 2020.

atkvæðagreiðsla með yfirlýsingu, svör við fyrirspurnum.

[15:28]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Við svona fundarstjórnarumræður keyri ég alla jafna þetta skemmtilega forrit sem sýnir mér að meðalsvartími í virkum dögum eru 37 dagar fyrir hverja fyrirspurn. 251 fyrirspurn hefur verið svarað, 178 er ósvarað. Hæstv. utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra er með lengsta svartímann, meðalsvartími í virkum dögum 94 dagar. Það er ein fyrirspurn, og svo eru sex aðrar fyrirspurnir. Hann er líka þarna sem utanríkisráðherra og þar var meðalsvartími í virkum dögum 76 dagar fyrir heilar sex fyrirspurnir. Þetta er því ekki endilega alltaf gríðarlega mikið álag vegna fjölda fyrirspurna þegar það er ekki einu sinni hægt að svara sex fyrirspurnum á skikkanlegum tíma. Þannig að ég tek undir þessa umræðu.