150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

vörumerki.

640. mál
[15:38]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég held að svarið frá ráðuneytinu hafi verið að við værum að fara eftir tilskipuninni. Að dómur hefði fallið og þess vegna værum við að taka þetta upp og hann innihéldi tilmæli um bragð og lykt. Hv. þingmaður nefnir bragð af osti, sem getur verið mjög sérstakt. Ef einhver næði t.d. lyktinni af Dalayrju geri ég ráð fyrir að viðkomandi fyrirtæki væri með einkaleyfi á því vörumerki. Ef við hefðum t.d. ætlað að fá einkarétt á vörumerkinu skyr hefði ekki verið hægt að opna á það því að það eru svo margar bragðtegundir af skyri að ég held að ekki sé hægt að ná því. Það er búið að ná því frá okkur. Ef við tökum til dæmis jógúrt frá mismunandi fyrirtækjum þá er bragðið alltaf keimlíkt, en það má alltaf bregða aðeins út frá því til þess að koma með annað, alveg eins og með ilmvötn og annað slíkt. Þannig að ég held að verið sé að fara eftir áðurnefndri dómsniðurstöðu og að við værum akkúrat að brjóta gegn tilskipuninni ef við hefðum ekki tekið þetta með.