150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

vörumerki.

640. mál
[15:40]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. „Já, ég held“ og „kannski“ þurftum við að setja þetta inn. Hv. framsögumaður veit ekki hvort hægt sé að sleppa því. Ég er bara að benda á að það er ákveðin hætta í þessu fólgin. Einhver gæti komið og verið á undan og tekið Dalayrjuna, slíkt hefur gerst. Perú og Chile voru að berjast um það hver ætti nafnið pisco, það er nafn á brenndu hvítvíni. Ef maður setur það í eik fær maður koníak eða brandí. Koníak er náttúrlega tengt ákveðnu héraði í Frakklandi. Pisco er upprunnið í Perú en Chile náði heitinu pisco á undan og þar af leiðandi missti Perú það. Ekki halda því að þetta sé ekki tvíeggjað sverð, það er það og það getur líka skorið okkur.