150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

ferðagjöf.

839. mál
[16:56]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Njáll Trausti Friðbertsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ferðagjöf eða ferðaávísun, þetta er meira gjöf sem er eins og gjafakort og er skattfrjáls. Ávísun er eitthvað sem maður getur nýtt raunverulega hvar sem er í viðskiptum. Við þekkjum ávísunarhugtakið, þannig að þarna er bara þessi greinarmunur á því eðli. Hverjum á að þakka? Hugmyndin kemur raunar úr ferðaþjónustunni, að fara þessa leið í tengslum við Covid. Þetta er ein af hugmyndunum sem rætt var um. Erum það ekki við hér sem erum að samþykkja gjöfina? Hún kemur hingað og er samþykkt hér. (Forseti hringir.) Ég veit ekki hvaða máli það skiptir í sjálfu sér hver er að gefa hvað.