150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

ferðagjöf.

839. mál
[16:58]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Njáll Trausti Friðbertsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Hugtakanotkun. Ætli yngri kynslóðin á Íslandi viti almennilega hvað ávísun er? [Hlátur í þingsal.] Ég er bara að benda á það. (Gripið fram í.) Fólk þekkir kannski betur orðið gjafakort, það hefði kannski átt að vera nafnið frekar. Ávísunarhugtakið er minna þekkt (Gripið fram í.) meðal yngra fólks.

Hins vegar vil ég segja að þetta er sett af stað sem Covid-hugmynd til að byggja upp ferðaþjónustu á Íslandi á nýjan leik, að reyna að fá einhvern hvata inn í þá grein. Hugmyndin kemur frá ferðaþjónustunni og það er meiningin með hugmyndafræðinni sem liggur á bak við. Fyrirtæki koma mögulega með einhverja hvata á móti þessum 5.000 kr. Hugmyndafræðin kom fram í mars. Við munum hvernig ástandið var hjá okkur í mars. (Forseti hringir.)