150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[19:03]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið en ég spyr hann: Efast hann ekkert um að fjármögnunin standist? Efast hann ekkert um borgarlínu, að hún geti virkað eins og hún á að virka?

Síðan er það hitt, það virðast eiga að vera flýti- og umferðargjöld og/eða skattlagning á eldsneyti og ökutæki. Það á sem sagt annaðhvort að hafa flýti- og umferðargjöld eða skattleggja bifreiðarnar meira. Efast hann ekkert um að það dugi, þó að hér séu settir inn 120 milljarðar? Að það muni duga fyrir borgarlínu, fyrir að greiða fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu? Umferðin er eins og við vitum í (Forseti hringir.) algjöru lamasessi eins og hún er núna og hefur verið (Forseti hringir.) og er gerð af Reykjavíkurborg, (Forseti hringir.) borginni er illa við bíla (Forseti hringir.) og vill gera allt til að stoppa umferð.

(Forseti (ÞorS): Forseti minnir á að ein mínúta er sextíu sekúndur.)