150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

ársreikningar.

447. mál
[15:37]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Við hrunið, efnahagshrunið, urðu mörg fjármálafyrirtæki gjaldþrota skömmu eftir að hafa fengið fyrirvaralausa áritun endurskoðenda. Ég held að það séu helstu niðurstöður rannsókna á efnahagshruninu hvað þetta varðar og aðkomu endurskoðenda að þeir hafi ekki staðið undir þeim kröfum sem gerðar voru til þeirra. Þess vegna langar mig kannski að velta því upp, í ljósi þessa máls, hvernig hv. þingmaður sér fyrir sér að við lærum í raun og veru af þeirri reynslu. Nú erum við í ákveðinni efnahagskreppu og mikilli kreppu, mikill halli á ríkissjóði. Hvernig getum við unnið upp orðstírshnekkinn (Forseti hringir.) sem við urðum fyrir í efnahagshruninu, m.a. vegna aðkomu endurskoðenda? Þeim var treyst en stóðu ekki undir því. Hvernig getum við lært af því?